Verðskrá

Betri Stofan –  Gjaldskrá

Söluþóknun

Gjaldskrá þessi rammar inn kostnað viðskiptavina Betri Stofunnar fasteignasölu við þjónustu og ráðgjöf. Gildir gjaldskráin nema um annað sé samið. Söluþóknun er almennt umsemjanleg í hverju tilviki fyrir sig skv. nánara samkomulagi. Þóknun í gjaldskrá kann að vera tilgreind með eða án vsk.

Kaup og sala

Við sölu á fasteign í einkasölu greiðist söluþóknun 1,8% af söluverði eignarinnar auk vsk, þó að lágmarki kr. 470.000,- auk vsk.

Við sölu á fasteign í almennri sölu greiðist söluþóknun 2,2% af söluverði eignarinnar auk vsk, þó að lágmarki kr. 470.000,- auk vsk.

Kostnaður við sölu á atvinnuhúsnæði og sumarhúsum er 2,2% af söluverði eignarinnar auk vsk, þó að lágmarki kr. 450.000,- auk vsk.

Kostnaður við skjalafrágang eða aðstoð við skjalafrágang um kaup og sölu er kr. 440.000,- auk vsk.

Önnur gjöld

Þjónustu og umsýslugjald sem kaupandi greiðir til fasteignasölunnar er fast gjald kr. 74.900,- m/vsk. Um er að ræða þóknun til fasteignasölunnar vegna aðstoðar /  ráðgjafar kaupanda vegna kauptilboðs, kaupsamninga, afsals, umsýslu lána ofl.

Seljandi greiðir fasteignasölunni fast gjald vegna öflunar gagna  við gerð söluyfirlits / við söluferlið samtals kr. 59.900,- m/vsk. Útlagður kostnaður er m.a við öflun veðbókavottorða, yfirlita frá fasteignaskrá, teikninga, húsfélagsyfirlýsinga, eignaskiptasamninga, lóðarleigusamninga ofl.

Ef fasteignasalan hefur lagt út fyrir veðleyfum eða öðrum skjölum hjá lánastofnunum innheimtist sá kostnaður til fasteignasölunnar.

Ljósmyndun

Betri Stofan hefur milligöngu um úrvals fagljósmyndum á öllum eignum sem koma til sölumeðferðar. Við leggjum ríka áherslu á að öll framsetning sé eins og best verður á kosið. Seljandi greiðir ljósmyndara beint fyrir myndatöku skv. verðskrá / afsláttarkjör Betri Stofunnar.

Kostnaður við markaðssetningu og auglýsingar

Seljandi greiðir eitt gjald fyrir auglýsingar og markaðssetningu fasteigna kr. 39.900 m/vsk. Eignin er þá auglýst í blöðum og eða á netmiðlum / samfélagsmiðlum þar til að hún selst. Eignin er einnig auglýst á vefsíðum: betristofan.is, fasteignir.is, fasteignaleitin.is og mbl.is/fasteignir. Gjaldið greiðist aðeins ef eignin selst. Sé óskað eftir sérstakri markaðssetningu er samið um slíkt sérstaklega.

Verðmat

Ert þú í söluhugleiðingum ? Það kostar ekkert að fá okkur í heimsókn að skoða og meta. Skriflegt verðmat á íbúðarhúsnæði kostar kr. 37.200 m/vsk. Skriflegt verðmat á sérbýli (einbýli, rað og parhús) kostar kr. 49.600 m/vsk. Skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði og öðrum eignum er unnið skv. samkomulagi.

Leigumiðlun

Þóknun fyrir leigumiðlun fasteigna samsvarar mánaðarleigu auk vsk.