Betri Stofan fastseignasala Borgartúni 30 og Jason Kristinn s. 7751515 kynnir: Fallegt og vel staðsett 66 fm sumarhús á einstökum útsýnisstað í Efsta-Dal í Bláskógabyggð með stórkostlegu útsýni yfir suðurlandsundirlendið og að Eyjafjallajökli, Heklu og víðar. Húsið er 46,5 fermetrar auk um 20 fermetra svefnlofts með góðri lofthæð og stendur á 4.690 fermetra skjólsælum útsýnisstað og gróðri vaxinni lóð. Sælureitur er að auki á lóðinni með útigrilli og borðaðstöðu. Innbú getur fylgt með. Öryggishlið er á svæðinu sem er lokað. Sumarhúsafélag.
Húsið er vel skipulagt og nýtist mjög vel. Hentugt fyrir þá sem vilja eiga sumarhús/heilsárshús í fallegu umhverfi og ekki of stórt.
Eignin er öll nýlega tekin í gegn að innan sem utan. Ný rotþró.
Bókið skoðun: Jason Kristinn Ólafsson löggiltur fasteignasali, í netfangið [email protected] sími 775-1515Lýsing eignar:
Forstofa með parketi á gólfi.
Baðherbergi með glugga, innrétting, salerni og góð sturta.
Eldhús, opið við stofu, parket á gólfum, glæný innrétting, innbyggð uppþvottavél og ísskápur, ofn og spanhelluborð ásamt borðaðstöðu.
Stofa, parket á gólfi og mikil lofthæð. Úr eldhúsi og stofu er útgengt á verönd með einstaklega fallegu útsýni yfir suðurlandsundirlendið.
Tvö rúmgóð svefnherbergi með parketi á gólfum.
Svefnloftið getur nýst sem þriðja svefnherbergið. ATH, eignin er skráð 46,5 fm skv. HMS en er í raun 66 fm útaf rúmgóðu svefnlofti.
Svefnloft er yfir helmingshluta bústaðarins og er það rúmgott og með góðum gaflglugga. Stigi er upp á svefnloftið úr forstofu.
Hitaveita er á svæðinu en hún hefur enn ekki verið tekin inn í sumarhúsið. Kalt vatn kemur úr veitu og er húsið kynnt með hitakútum.
Stutt er í alla þjónustu. 10-15 mínútna akstur er á Laugarvatn, Reykholt, Flúðir og að Geysi.
Góðir golfvellir, gönguleiðir, veitingastaðir, sundlaugar og ýmiss afþreying er þar að auki í næsta nágrenni.
Nánari upplýsingar: Jason Kristinn Ólafsson löggiltur fasteignasali, í netfangið
[email protected] sími 775-1515
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.