Háahlíð 16, 105 Reykjavík (Austurbær)
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á þremur hæðum
10 herb.
550 m2
Tilboð
Stofur
4
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
6
Inngangur
Sér
Byggingaár
1955
Brunabótamat
137.250.000
Fasteignamat
199.400.000

Betri Stofan fasteignasala Borgartúni 30 og Atli fasteignasali kynna nýtt í einkasölu: Einbýlishús í algjörum sérflokki á einstökum útsýnisstað í Reykjavík. Húsið er á þremur hæðum. Á miðhæð eru glæsileg alrými með fallegum stofum, borðstofu og eldhúsrými, gestasnyrting, forstofa og tvöfaldur bílskúr. Á efri hæð er einstök hjónasvíta, svefnherbergi, opið sjónvarpshol og þvottahús. Á neðri hæð eru 2-3 svefnherbergi, baðherbergi, tvær geymslur, þvottahús, fullbúin 2-3ja herbergja auka íbúð og einstakt spa með sundlaug og rækt. Innra skipulag hússins býður uppá mikla möguleika varðandi nýtingu og skipulag eftir því sem kaupanda hentar. Stærð hússins eru um 500-550 fm, skráðir 379,2 skv. HMS. Húsið var stækkað árið 1990 og endurinnréttað á vandaðan máta fyrir um 15 árum, allar innréttingar sérsmíðaðar, vönduð gólfefni, falleg lýsing ofl. Koparþak er á húsinu. Lóðin er falleg og í góðri rækt, góðar verandir, bílapan er upphitað, rúmgott og frágengið.

Nánari lýsing: 
Miðhæð: 

Flísalagt alrými með góðum skápum. Þrjár samliggjandi parketlagðar stofur með einstöku útsýni. Glæsilegt eldhús með hvítri innréttingu, Miele tækjum og stein á borðum, eldhúsið er opið við setustofu og borðstofu, parket á gólfi. Útgengt er um rennihurð út á verönd / lóð. Gestasnyrting er flísalögð og falleg. Bílskúr tvöfaldur og bjartur með hurðaopnara.

Efri hæð:
Fallegur parketlagður stigi er á milli hæða. Komið er upp í opið, bjart og fallegt alrými sem nýtist vel sem fjölskyldurými. Hjónasvíta er parketlögð og með góðum skápum og einstöku útsýni og útgengi á svalir. Inn af herberginu er mjög stórt og fallegt baðherbergi með stórri innréttingu, baðkari og sturtu. á hæðinni er einnig fínt herbergi og þvottahús með góðri innréttingu. Á teikningu telur hæðin fjögur svefnherbergi.

Neðri hæð:
Góður stigi er á milli hæða. Gangur er parketlagður, að honum liggja 2-3 svefnherbergi, baðherbergi, geymsla, þvottahús. Spa er í stóru og fallegu flísalögðu rými með sundlaug sem er nýlega yfirfarin, setustofu, líkamsrækt og baðherbergi. Sér inngangur er einnig í rýmið. Auka íbúð er snyrtileg með sér inngangi og telur opið rými með eldhúsi, 1-2 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Í dag er opið af gangi yfir í íbúðina.

Efnisval: Innréttingar eru sérsmíðaðar, lýsing er vönduð og falleg. Gólfefni eru: niðurlímt fiskibeinaparket í flestum rýmum og votrými flísalögð. Rafdrifnar gardínur í sumum rýmum.
Húsið er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Stutt er í leik-, grunn-, og framhaldsskóla, verslanir og aðra þjónustu.

Óskað er eftir tilboðum.

Þetta er einstakt hús fyrir vandláta. 
Allar upplýsingar veitir Atli fasteignasali í síma 899-1178 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.