Hvernig er þróun á fasteignaverði næstu misseri?
Jason fasteignasali skoðaði spá lánastofnana sem telja að vextir hafi náð hámarki og að næstu 2-3 mánuði verða þeir svipaðir, en fara eftir það lækkandi. Má reikna með því að í árslok verði stýrivextir komnir niður í 8% og í 6% ári síðar.
Hætta er á að talsvert dragi úr framboði nýrra eigna þegar lengra líður á árið, sem gæti leitt til meiri verðhækkunar. Mörg nýbyggingaverkefni eru að verða tilbúin til afhendinga og búin að vera í sölu í allt að 10 mánuði, eins og t.d. Borgartún 24, Vesturvin, Snorrabraut, Bjarkarholt í Mosfellsbæ.
Íslandsbanki spáir því að íbúðaverð hækki um 5,5% árið 2024, um 3,4% 2025 og um 4,3% árið 2026.
Íbúðir á Heklureitnum eru komnar í forsölu, og byrjaðar að seljast en þar koma 82 íbúðir í sölu á næstu mánuðum, en forsala er hafin á 9 stærri íbúðum.
Jason Kristinn Ólafsson, [email protected]
löggiltur fasteignasali - sími 7751515