Laugavegur 168 (507), 105 Reykjavík (Austurbær)
214.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
4 herb.
152 m2
214.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2024
Brunabótamat
0
Fasteignamat
50.400.000

Betri Stofan fasteignasala Borgartúni 30 og Páll Þórólfsson sími 893-9929 kynnir:
Glæsileg íbúð á besta stað með útsýni yfir borgina til s/v. Rúmgóð 4ra herbergja 152,9 fm íbúð (þar af 15,7 fm geymsla í sameign) með 48,1 fm þakgarði til suðurs þar sem gert er ráð fyrir heitum potti þar. Eldhús, stofa og borðstofa í rúmgóðu og björtu alrými með útgengi í þakgarðinn. Glæsileg hjónasvíta með sér baðherbergi og fataherbergi. Tvö svefnherbergi. Þvottahús og gesta baðherbergi. Í bílakjallara fylgir einkastæði (merkt: 22) og rúmgóð geymsla.

Í eldhúsi verður eyja, borðplötur ásamt bakplötu úr Quarts steini, sérframleiddur frá Santamargherita á Ítalíu. Vönduð tæki frá Siemens, sem koma úr StudioLine gerðinni en hún býður uppá úrval glæsilegra tækja sem gera eldamennskuna sérlega þægilega og ánægjuríka. Öll tæki hvort sem er fyrir eldhús eða baðherbergi eru valin með tilliti til gæða og endingar. 

Hafstudio og Studio Homestead koma að hönnun innréttinga og eru þær sérsmíðaðar af ítalska fyrirtækinu Cubo Design úr Miton línunni þeirra. Kaupendur hafa tækifæri til að velja mismunandi liti og áferðir fyrir innréttingar sem og flísar á baðherbergi, komi þeir tímanlega að borði. 
Íbúðirnar á efri hæðum, hafa einstakt útsýni til fjalla og yfir borgina. 
Húsið er klætt með mismunandi litaðri álklæðningu ásamt Bambus sem gefur því lifandi yfirbragð og þarfnast lítils viðhalds. 
Miðlæg staðsetning tryggir gott aðgengi að helstu umferðaræðum sem sparar tíma og peninga. 
Örstutt í helstu stofnbrautir eins og Sæbraut, Kringlumýrabraut og Miklubraut. 

Bókið skoðun hjá sérfræðingum um eignina: Páll Þórólfsson, sími 893-9929 - löggiltur fasteignasali - [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.