Nónhamar 8, 221 Hafnarfjörður
68.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
80 m2
68.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2022
Brunabótamat
44.400.000
Fasteignamat
60.700.000

Betri stofan Borgartúni 30 og Jason Kristinn löggiltur fasteignasali kynnir: Virkilega vel skipulagða endaíbúð á 4. hæð við Nónhamar 8 í 221, Hafnarfirði. Eignin er þriggja til fjögurra herbergja 80,0 fm. á 4. hæð frá aðalinngangi í nýlegu 20 íbúða lyftuhúsi. Myndir af íbúð eru teknar áður en gólfefnin voru sett á.

Nánari lýsing eignar:
Forstofa er með parket á gólfum og fataskápum.
Stofa og borðstofa er í opnu alrými með eldhúsi, rúmgóð stofa með útgengi á svalir.
Eldhús er opið við stofu. Eldhúsinnrétting er ljósgrá Melamine með svartri Quartz borðplötu. Span helluborð, ofn, innbyggð uppþvottavél og ísskápur með frysti.
Svefnherbergi eru tvö-þrjú talsins þeim fylgja fataskápar í sama lit og efni og er á eldhúsinnréttingu. Parket á gólfum.
Baðherbergi er flísalagt í hólf að hluta og gólf með 60x60 flísum, upphengt salerni, sturtuklefi og innrétting við vask með ljúflokun á skúffum, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. 
Geymsla er innan íbúðar með glugga og opnalegu fagi. (mögulega hægt að nýta sem barnaherbergi)
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla er í sameign.

Nánari upplýsingar: Jason Kristinn Ólafsson, sími 775 1515 - löggiltur fasteignasali. - [email protected]





Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.