Skipulagning ráðstefna, sýninga og sýningabása

Er stór viðburður framundan, kynning eða boð fyrir viðskiptavini þar sem ný vara er væntanlegt á markað? Ertu kannski með á einhverri Expo sýningu á næsta ári? Við tökum að okkur verkefnastjórn á viðburðum, sjáum um básinn og aðstoðum við gerð kyningarefnis.  Við tökum að okkur hvers kyns viðburðastjórnun fyrir fyrirtæki. Svo sem móttökur, opnunarhátíðir, o.s.frv. Við sjáum um verkefnastjórnun og framkvæmd eftir því sem þér hentar að láta okkur sjá um fyrir þig og spörum þér þannig tíma og áhyggjur af smáatriðunum. Fagmennska þín verður fyrir vikið meiri, viðburðurinn áhrifaríkari og allir sem koma að ánægðari. Ekkert verkefni er of stórt eða of lítið fyrir okkur. Við höfum reynslu af uppsetningu á stórum sem smáum sýningarbásum, bæði á ráðstefnum sem og almennum sýningum. Láttu okkur aðstoða þig við að hanna faglega og góða ímynd af þínu fyrirtæki. Betri Stofan getur einnig séð um miðasöluna á þinn viðburð með Curio Ticket sem er nýjasta afurðin í Curio Seríunni. 


Curio Ticket - Rafrænt miðasölukerfi, fyrir ráðstefnur og viðburði

Nú geta viðskiptavinir Betri Stofunna leigt sér sitt eigið miðasölukerfi gegn sanngjörnu gjaldi og selt aðgöngumiða sína beint á netinu án þess að greiða þóknun á hvern seldan miða. 
Þegar kaup eru gerð á heimasíðu þinni, þá fær viðskiptavinur þinn sent til sín rafrænan númeraðan aðgangsmiða með öllum upplýsingum um það sem þú ert að selja. Kaupandi fær einnig senda kvittun frá greiðslugáttinni og kerfið býr til fullgildan númeraðan reikning sem hægt er að senda á netfang kaupanda.  Að auki verður til gestalisti og rafrænt barmspjald með nafni þátttakenda og fyrirtæki ef um ráðstefnu er að ræða. Einnig er hægt að halda utan um reksturinn, virðisaukaskattinn, samskiptin, starfsmennina, vefsíðuna, vörulagerinn, vefverslunina o.fl. allt í sama kerfinu. Curio Ticket býður einnig upp á að selja hefðbundnar vörur ásamt rafrænum miðum.  Nú gerist allt sjálfkrafa eftir að pöntun kemur í kerfið. Þú losnar við þrefalda vinnu og gamaldags utanumhald. ATH. Curio Ticket er eina kerfið sem er hægt að leigja án þess að borga prósentur af seldum vörum eða fasta krónutölu á hvert sæti eða hvern miða. Þeir sem hafa nú þegar fengið sér þetta kerfi eru td. Grand Hótel - Íslandshótel og GLS ráðstefnan sem var í byrjun nóv. í Háskólabíói. sjá gls.is og midi.grand.is eða grand.is: