1. Gerum áætlanir um markaðssetningu og kostnað auglýsingaherferðar.
   2. Vinnum fyrsta uppkast að auglýsingum eða vinnum gróft uppkast með viðskiptavinum okkar.
   3. Undirbúum fullnaðarvinnu auglýsingarinnar, hvort sem það fellst í því að ráða textagerðamann, ljósmyndara eða t.d. tökumann.
   4. Kaupum ofangreinda vinnu og fylgjumst með framkvæmdinni.
   5. Framleiðum allar almennar tegundir blaðaauglýsinga, net -og sjónvarpsauglýsinga.
   6. Framleiðum kynningarmyndbönd fyrir vefsíður o.fl.
   7. Veljum eða komum með hugmyndir um þá miðla sem henta fyrir hverja auglýsingu.
   8. Semjum um pláss í prentmiðlum og tíma í hljóð- og sjónvarpi.
   9. Markaðsetjum auglýsingaherferð.
   10. Veitum faglega ráðgjöf til viðskiptavina okkar og tökum þátt í almannatengslum.


  • Betri stofan hefur lagt hundruðum fyrirtækja lið í að móta stefnu í markaðsmálum sínum eða allt frá árinu 1996.
   Vel unnar markaðsáætlanir eru lykilatriði fyrir fyrirtæki til þess að ná góðum árangri. Kynningarstefna fyrirtækis ákvarðar val á miðlum fyrir auglýsingar og hvaða söluhvatar henta best. Almannatengsl, greinaskrif og fréttatilkynningar eru gjarnan hluti af fyrirfram ákveðinni stefnu. Þá er nauðsynlegt að endurskoða markaðsáætlanir reglulega til að hámarksárangur náist.
Gps tímaskráning farsíma, beintengt við verkbókhaldskerfi Curio Office.
Nú geta verktakar deilt verkefnum beint inn í farsíma starfsmanna. Starfsmaður sér aðeins þau verkefni sem honum hefur verið úthlutað og þarf aðeins að smella á start takka, leyfa Gps skráningu og fer þá tíminn að tikka inni í verkbókhaldskerfi Curio Office. Hægt er að vera með ótkakmarkaðann fjölda starfsmanna tengt við GPS tímaskráningu Curio Office.
Með þessu forriti þá geta verktakar slappað af öruggir á skrifstofunni, vitandi það hvar starfsmenn þeirra eru staddir þegar tímaskráning hefst. 
GPS tímaskránig er frábær tækni sem margir verktakar hafa beðið eftir. 


  • Hvernig heimasíðu vantar þig? - 
   Leyfðu þér að dreyma ævintýri sambandi við vefsíðu þína !

Ef þú ert að leita eftir aðila sem getur sett upp heimasíðu þína á sanngjörnu verði, þá ertu á réttum stað. Við smellum upp heimasíðu fyrir þig í einhverju af þeim kerfum sem eru á markaðnum eða í okkar eigin kerfi Curioweb. Ef þú þarft á sérsmíði að halda þá er ekkert annað að gera en að hafa samband við sölumenn okkar eða forritara og tjá þeim þarfir þínar og þeir munu þá gera þér tilboð í það sem þér vantar. Árið 2013 festi Betri Stofan kaup á íslensku vefumsjónarkerfi sem kallast CurioWeb 3.0 og hafa fjöldamörg fyrirtæki notað þann hugbúnað eða allt frá árinu 2001. Nú er komin ný uppfærsla á Curio Web í útgáfu 4.0 sem er samhæft kerfi við alla browsera og öll snjalltæki. Við setjum saman allar tegundir af vefsíðum, hafðu samband og fáðu sent sanngjarnt tilboð. 


Curio Ticket - Rafrænt miðasölukerfi, fyrir ráðstefnur og viðburði tengt við almennar heimasíður.

Kerfið virkar þannig:
Þegar kaup eru gerð á heimasíðu þinni, þá fær viðskiptavinur þinn sent til sín rafrænan númeraðan aðgangsmiða með öllum upplýsingum um það sem þú ert að selja. Kaupandi fær einnig senda kvittun frá greiðslugáttinni og kerfið býr til fullgildan númeraðan reikning sem hægt er að senda á netfang kaupanda.  Að auki verður til gestalisti og rafrænt barmspjald með nafni þátttakenda og fyrirtæki ef um ráðstefnu er að ræða. Einnig er hægt að halda utan um reksturinn, virðisaukaskattinn, samskiptin, starfsmennina, vefsíðuna, vörulagerinn, vefverslunina o.fl. allt í sama kerfinu. Curio Ticket býður einnig upp á að selja hefðbundnar vörur ásamt rafrænum miðum.  Nú gerist allt sjálfkrafa eftir að pöntun kemur í kerfið. Þú losnar við þrefalda vinnu og gamaldags utanumhald. ATH. Curio Ticket er eina kerfið sem er hægt að leigja án þess að borga prósentur af seldum vörum eða fasta krónutölu á hvert sæti eða hvern miða. Þeir sem hafa nú þegar fengið sér þetta kerfi eru td. Grand Hótel - Íslandshótel og GLS ráðstefnan sem var í byrjun nóv. í Háskólabíói. sjá gls.is og midi.grand.is eða grand.is:

 
Við bjóðum upp á mörg fullkomin og öflug vefverslunarkerfi sem eru einföld í notkun  með fjölmörgum möguleikum. Þú borgar einungis fyrir uppsetninguna í kerfum eins og Drupal, Joomla eða Wordpress. Engin mánaðarleg gjöld þarf að greiða fyrir notkun á kerfinu. Með vefverslun geturðu aukið söluna og kynnt vörur og vöruframboð. Eigum til greiðslugáttir fyrir Borgun, Valitor og Korta sem hægt að er tengja við allar helstu vefverslanir.

gpsmynd2

Merkir GPS í tímaspjald og minnir valda starfsmenn á mætingu!

VALMÖGULEIKAR:

√ Auðvelt að stimpla sig inn og út með númeri að eigin vali.
√ Ótakmarkaðir notendur - ekkert aukagjald á pr. notenda.
√ Gps staðsetningakerfi fyrir farsíma, app fyrir android síma og browser fyrir IOS
√ Hægt er að senda SMS á valda starfsmenn til að minna verkefni fram í tímann
√ Breytileg launatímabil td. 25 - 24 hvers mánaðar.
√ Kerfið sendir tímaskýrslur sjálfvirkt í lok launatímabils á netfang.
√ Mættir starfsmenn fyrirtækis eru sýnilegir á forsíðu.
√ Heldur utan um veikindadaga og tímaskráningu með mismunandi litum
√ Heldur utan um orlof og launalaust frí. + Ársdagatal merkt með litum
√ Stjórnandi er með aðgang að öllum tímaspjöldum og stillingum.
√ Persónuleg tímaskráningarkort eru aðgengileg fyrir starfsmenn.
√ Starfsmenn geta sent tímaskýrslu sína á netfang sitt með einni skipun.
√ Starfsmenn geta breytt eigin tímaskráningu en þá breytist litur á dálk.
√ Þú stillir inn vinnutíma fyrirtækis þíns ásamt kvöld og helgarvinnutíma.
√ Þú getur sett merki fyrirtækis þíns og bakgrunn á aðalsíðu stimpilklukku.
√ Stjórnandi getur haft aðgang að klukku með hefðbundnum browser ( url. )
- Hægt að kaupa skjái fyrir margar starfstöðvar
- Skjár er 10.1”, Android stýrikerfi, með uppsettu Curio Time
- Skjár tengist með Wifi, G4 eða Etherneti.

 


Betri Stofan hefur einnig fengist við að hanna innréttingar og verslanir í samvinnu við arkitekta, smiði og þá fjölmörgu aðila sem nauðsynlegir eru til að ljúka faglegu verki.
Sem dæmi um verkefni er sérstaklega gaman að nefna Smáratívolí (áður Skemmtigarðurinn í Smáralind). Árið 2013 hönnuðum við nýtt útlit, inngang og afgreiðslu á Smáratívolí, hönnuðum allar merkingar innanhúss og endurskipulögðum aðkomu viðskiptavina að Tívolíinu. Þetta var stórt, krefjandi en skemmtilegt verkefni sem við erum afar stolt af.

Einnig hefur Betri Stofan endurhannað 3 biðstofur Frumherja sem eru staðsettar á Hesthálsi Rkv. efri hæð, Dalshrauni 5, Hafnarfirði og á Granda Rkv.


Nú getur þú á hagkvæman hátt tengt DK við vefsíðuna þína, sparað mannskap og komist hjá tvíverknaði.

Betri Stofan hefur í samstarfi við DK smíðað tengingu fyrir vefsíður sem gerir notendum DK kleift að stjórna öllu upplýsingaflæði á vefsíðunni beint í gegnum DK bókhaldskerfið. Þannig sleppur vefeigandi við aukavinnu og tvíverknað þegar vörum er bætt við vefverslun eða verði þeirra breytt. Allt viðhald og rekstur gagna er unnið frá einum og sama staðnum – beint úr DK.
Einfaldasta og hagkvæmasta leiðin er valin með því að nýta beina tengingu við fullkominn vef sem býður upp á mikinn sveigjanleika. Auðvelt er að aðlaga vefi að þörfum hvers fyrirtækis. Gáttin okkar er tengd gengisreiknivél Seðlabanka Íslands og DK ásamt því að geta spilað reikninga viðskiptavinar út á netið beint inn á "mínar síður" viðskiptavinar. 


Við bjóðum upp á bæði deilda hýsingu og VPS hýsingu sem hægt er að stækka/minnka, án þess að raska uppitíma á server. Mismunurinn er sá að með því að nota sýndarþjón eða svokallaðan VPS server þá ertu ekki að deila heimasíðu þinni með öðrum heimasíðum. Þú ert einn á server og aðeins þín skjöl eru geymd á servernum. Með þessu þá eykst öryggið og minna er um að vefsíður eru hakkaðar sem eru vistaðar á Vps server. Deild hýsing virkar þannig að þá ert þú að deila hýsingu með öðrum fyrirtækjum á einum server, með deildum server er hægt að fá ódýrari vistun.